Verkefni í fyrstu lotu

VERKEFNI: FORRITUN: HTML/ CSS

Verkefni – kóðun 1

Verkefni – kóðun 2 

 

 

Verkefnalýsing

VERKEFNI: FORRITUN: HTML/ CSS

FORRITUN

Markmið
Í þessu verkefni öðlast nemendur þekkingu og færni í að:

  • skilja undirstöðuatrriði og uppbyggingu vefmiðla.
  • skrifa einfaldar vefsíður frá grunni.

 

Verkefnalýsing:

Klárið verkefnin Kóðun1 og kóðun2.

1. KÓÐUN1: Klárið verkefnið Kóðun1 samkvæmt verkefnablaði. (Margir kláruðu þetta verkefni í lotunni).

2. KÓÐUN2: Setjið upp samkvæmt verkefnablaði: Kóðun 2.
    Veljið viðfangsefni og bætið við 4 undirsíðum með innihaldi að eigin vali. Hér er ekki verið að biðja um mikið innihald á síðurnar, aðeins nóg til að sýna að þið ráðið við að gera inngangssíðu og 4 undirsíður með einhverju innihaldi. Krækjur eiga að virka á öllum síðum og þið breytið nöfnum á krækjum í samræmi við ykkar innihald.

Leggið áherslu á gott heildarútlit. Þið veljið liti sem ykkur finnst passa við vefina. (t.d. bakgrunnsliti).

Vinnið sem mest í kóðanum, passið að þið skiljið allt sem þið gerið og ef villur koma upp sem þið náið ekki að leysa þá sendið þið fyrirspurnir inn á verkefnatímann.

Nýtið ykkur það sem þið hafið gert í fyrsta verkefninu; Kóðun1 til að setja inn krækjur og myndir. Myndir á að vista í myndamöppu inni í code2 möppunni.

Uppfærið reglulega til að allt sé sýnilegt á skilasíðunni. Kennarar geta lesið kóðann ykkar þegar síðurnar eru komnar á vefinn.

Verkefnaskil
Vefirnir eiga að birtast á skilasíðunni á skiladegi.

Skiladagur 22. janúar.

Námsmat

Eftirfarandi þættir eru metnir:

Verkefnastaða, innihald og útlit.