Veggspjald – verkefnalýsing

VERKEFNASKIL: VEGGSPJALD

VEGGSPJALD/LETUR OG MYND

Lýsing:

Í þessu verkefni öðlast nemendur þekkingu og færni í að:

  • koma einbeittri hugsun/hugmynd til skila á sem áhrifaríkastann hátt með texta og mynd á veggspjaldi.
  • finna viðeigandi leturgerð.
  • finna viðeigandi mynd.
  • setja upp veggspjald á mismunandi hátt.

Lesa innlagnarefnið:
The Fundamental of Typography kafla 5 Type can be used as a graphic element to produce dramatic creative results in a design.

Skoðið einnig þessa síðu:
http://www.graphis.com/competition/socialpolitical-posters/live-viewing/?page=6
Verkefnaval
Nú er verkefnið að láta mynd og texta vinna saman á sem áhrifaríkastann hátt. Í þessu verkefni er innihaldið frjálst. Ég sting upp á að þioð byrjið alla vega á því að nota þær huigmyndir sem þið hafið verið að vinna með.

Nálgist þessa vinnu með þessi atriði í huga:

  1. Hverju þið viljið koma á framfæri.
  2. Hvernig er best að orða það sem þið viljið segja.
  3. Hvað segir myndmálið
  4. Hvað segir textinn.
  5. Hvernig vinna þessir tveir þættir saman.

Illustrator


VERKENI A.

a) Opnið skjal í A4 í Illustrator, portret eða landskape. Setjið upp textann og notið eingöngu serif og eða sans serif. (sjá innlögn plaggat-vinnslu-ferli) Þessi dæmi sem ég tek hér eru fyrst og fremst og eingöngu ætluð til að sýna ykkur hvernig þið getið byrjað að vinna á þann hátt sem ég útskýri hér. Ég tók af handahófi efni sem þið hafið verið að vinna með og skoðaði möguleika á að vinna með það sem plaggat.

b) Prófið ólíka uppsetningu á textanum. (sjá innlögn plaggat-vinnslu-ferli)

c) Skilið átta tillögum að veggspjali, fjórum eingöngu með texta og lit og fjórum tillögum með texta og mynd. (sjá innlögn plaggat-vinnslu-ferli)

Flytjið inn mynd sem þið ætlið að nota, file>place. Verið óhrædd að prófa allt það sem ykkur dettur í hug. (sjá innlögn plaggat-vinnslu-ferli)

Skil eru fyrir miðnætti sunnudaginn 21. febrúar.

 

VERKEFNI B.

a) Setjið upp sex ólíkar staðsetningu á textanum.

b) Fínvinnið textann enn frekar í smáatriðum, bil á milli stafa og lína og skiptingu milli lína ásamt uppsetninguna í samræmi við mynd.

c) Fínvinnið þrjár myndir í Illustrator. Veljið myndina með svörtu pílunni og farið í object> Live Trace>Tracing Options> þá opnast sér gluggi. Þar skuluð þið haka við Preview svo þið sjáið hvernig myndin breytist. Í sama glugga getið þið t.d. valið hvort þið viljið fá myndina í svart hvítu eða lit og í hvað mikilli einföldun. Þetta veljið þið með því að fara í Preset sem er efst til vinstri í sama glugga. Þar fyrir neðan er hægt að velja Threshold sem eru enn frekari möguleikar á fínstillingu á myndinni. Í stikunni sem myndast fyrir ofan þegar búið er að treisa myndin og hún er valinn skuluð þið velja expand, en með því vali eruð þið að búta myndina niður í einingar sem þið getið unnið með hverja um sig ef þið veljið hvítu píluna í Toolboxinu.

Skilið átta lokatillögum ásamt öllum tilraunum, fjórum eingöngu með texta og fjórum með texta og mynd. Hér megið þið nota sérteiknað letur.