VERKEFNI: DREAMWEAVER

Verkefnið

Hér er vefurinn sem ég setti upp í Dreamweaver, vefurinn er tilbúinn (5. febrúar) með myndum af Glerá sem ég tók í tengslum við verkefnið ORÐ haustið 2015.

 

Verkefnalýsing

VEFUR UPPSETTUR Í DREAMWEAVER

Kennsluefni

Markmið
Í þessu verkefni öðlast nemendur þekkingu og færni í að:

  • skilja undirstöðuatrriði og uppbyggingu vefmiðla.
  • skrifa einfaldar vefsíður í Dreamweaver.
  • setja fram eigið efni í útgáfu á vef.

Verkefnalýsing:

Haldið áfram með Dreamweaver verkefnið sem þið byrjuð á í lotunni.

Vistið allt sem tilheyrir þessu verkefni í möppunni verk1

Setjið upp inngangsíðu: index.html og css síðu: verk1.css

Gerið 4 undirsíður samkvæmt verkefnalýsingu:

Myndir

Litlar myndir

Myndir og texti

Dálkar

———-

Myndir á að vista í myndamöppu og það þarf að vista allar myndir fyrir vef (File: Export: Save for web).

Innihald:

Þið veljið ykkur viðfangsefni, innihaldið, en hafið uppbygginguna eins og lýst er í verkefninu. Breytið nöfnum á krækjum í samræmi við ykkar viðfangsefni.  T.d. á síðunni Myndir og texti notið þið eigin texta og myndir í samræmi við hann.

Áhugaverðast er að nota eigið efni…en það má nota efni af vefnum og athugið að það þarf að geta heimilda ef efnið er ekki ykkar.

Leggið áherslu á gott heildarútlit. Þið veljið liti sem ykkur finnst passa við vefinn ykkar (t.d. bakgrunnsliti, lit á krækjur).

Uppfærið reglulega til að allt sé sýnilegt á skilasíðunni.

Verkefnaskil:

Milliskil 29. jan. Hér þarf vefurinn að vera komin upp með öllum undirsíðum.

Vikan 23. – 29. jan. fer í að setja inn innihald og vinna við útlit.


Vefurinn á að birtast á skilasíðunni á skiladegi.

Skiladagur 5. febrúar.

Námsmat

Eftirfarandi þættir eru metnir:

Staða á verkefni, innihald og útlit.