Um mig

Ég heiti Þorbjörg Ólafsdóttir og er fædd og uppalin á Akureyri og hef búið í sveitarfélaginu Akureyri alla mína tíð.

Ég er gift Þórði Ívarssyni (síðan 2003) og saman eigum við dæturnar: Sóleyju 12 ára (fædd 2003) og Sesselju 10 ára (fædd 2006).

IMG_20150913_190857

Menntun

Ég hóf grunnskólagöngu mína haustið 1986 í Síðuskóla en þar sem við fluttum enda á milli í bænum sumarið 1993, þá skipti ég um skóla og lauk grunnskólagöngu minni frá Gagnfræðaskóla Akureyrar (Gagganum) vorið 1996, eftir að hafa verið þar í 8., 9. og 10. bekk.

Að loknu grunnskólaprófi hóf ég nám við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) haustið 1996.
Ég lauk stúdentsprófi frá VMA vorið 2001 af Náttúrufræðibraut, áður hafði ég lokið sjúkraliðabraut og uppeldisbraut.

Við tók vinna hjá 66°N, í verslun þeirra á Akureyri og starfaði ég þar 2001 til 2006.

Veturinn 2002-2003 var ég við nám í Tómstundafræði við HÍ í fjarnámi en hætti eftir að ég átti dóttur mína Sóleyju.

Nokkrum árum síðar skráði ég mig í nám í Grunnskólakennarafræði við Háskólann á Akureyri og lauk grunnskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri vorið 2011.

Áður en ég hóf nám við Háskólann á Akureyri vann ég tvo vetur í Lundarskóla á Akureyri, fyrst sem skólaliði og síðan sem stuðningsfulltrúi.

Eftir að ég lauk Grunnskólakennaranáminu hef ég unnið í Lundarskóla, Grímseyjarskóla og Glerárskóla og sem stundakennari eina önn í HA.
Ég kenni núna í Glerárskóla á Akureyri, í vetur kenni ég á unglingastigi en var umsjónarkennari í 1. bekk veturinn 2014-2015.
Þar sé ég einnig um heimasíðu skólans.

Haustið 2015 hóf ég nám í Hagnýtri margmiðlun við Borgarholtsskóla.

Áhugamál

Á yngri árum mínum var ég mjög virk í skátastarfinu. Árin 1996-2003 var ég starfandi sem sveitarforingi.

Ég hef komið að skátastarfinu með hléum síðan 2003.

Í dag er helsta áhugamál mitt skotfimi og stunda ég æfingar í kúlugreinum: skammbyssu og riffil-skotfimi.

Síðast breytt 10. febrúar 2016