Teikning – skissubókarverkefni

Skissubókarverkefni

Eftirfarandi teikniverkefni eru gerð í skissubók (A4). Hvert verkefnanna tíu tekur um það bil 5-10 mín að klára. Teikningin á að fylla vel út í blaðið.

  1. Settu eina bók með þykkum kili á borð og teiknaðu. Láttu bókina fylla vel út í blaðið.
  2. Raðaðu 3-4 bókum saman á borð fyrir framan þig og teiknaðu. Ekki láta allar bækurnar vera samsíða, heldur víxlast dálítið sitt á hvað í staflanum.
  3. Settu kúlulaga ávöxt eða grænmeti (epli, appelsínu, melónu, tómat) á borð fyrir framan þig og teiknaðu. Skyggðu teikninguna gróflega. Mundu að nota allan grátónaskalann.
  4. Æfðu þig í að teikna sporöskjur, eins margar og þú kemur fyrir á blaðið. Þegar horft er á hringlaga op á hlið (t.d. op á glasi eða vasa) sýnist það sporöskjulaga. Sporöskjur hafa þann eiginleika að hægt er að gera kross í miðju þeirra. Ferill línunnar í hverjum fjórðungi speglast þá nákvæmlega yfir lóðrétta og lárétta ásinn.
  5. Settu vatnsglas á borð fyrir framan þig og teiknaðu. Notfærðu þér að allir sívalir hlutir eru samhverfir. Teiknaðu því hjálparlínu, þ.e.a.s. samhverfuás á blaðið og teiknaðu þannig að allt öðrum megin við ásinn speglast hinum megin.
  6. Veljið einhvern lítinn hlut til að teikna og teiknið hann eins stóran og hægt er á blaðið, t.d. kveikjara, legókubb, þvottaklemmu eða gleraugu.
  7. Stillið eldhússtól eða eldhúskolli upp fyrir framan ykkur og teiknið.
  8. Innréttið herbergi með því að nota eins punkts fjarvídd og skyggið.
  9. Teknið höndina á ykkur og skyggið.
  10. Teiknið sjálfsmynd með því að horfa í spegil og skyggið.