verkefnalýsing

VERKEFNALÝSING

LJÓSMYNDUN B

Í þessu verkefni öðlast nemendur þekkingu og færni í að:

  • taka rétt lýstar og vel teknar ljósmyndir.
  • vinna grafískar ljósmyndir í Photoshop
  • vinna með litarásir (RGB) og framkalla fjölbreyttar litasamsetningar
  • vinna ljósmyndir sem henta fyrir áframhaldandi vinnu í Illustrator

VELJIÐ YKKUR STAÐ TIL AÐ VINNA MEÐ.

Staðurinn getur verið ykkur kær, áhugaverður vegna fegurðar, áhugaverður vegna þess að þið teljið að hann myndist vel. Þetta getur verið þekktur staður í borginni, bænum þar sem þið búið eða staður fyrir utan borgina, þar sem landslag í einhverri mynd er aðalatriðið. Þetta getur líka verið staður þar sem þið myndið inni í húsi / húsum. Þetta getur verið staður sem er hluti af ykkar daglega lífi, vinnustaðurinn, leiðin í vinnuna eða göngutúr í hverfinu ykkar. Það er aðalatriðið að þið séuð að skoða umhverfið með myndavélinni. Hér er einnig möguleiki á að aðlaga verkefnið að fyrirhuguðu lokaverkefni og velja stað sem fellur að ykkar hugmyndum þar. Staður getur verið staður þar sem fólk (eða dýr) er, og lifandi verur þá hluti af staðnum. Hafið í huga myndbyggingu allra mynda.

Gerið nýja skilasíðu: Ljósmyndun B: Staður
Segið frá og lýsið staðnum sem þið hafið valið á skilasíðunni. Verið búin að velja stað og segja frá honum á skilasíðunni fyrir umræðutímann sem er 11. febrúar.
VERKEFNASKIL:
Verkefnið skiptist í 2 hluta

  1. 1. Staður. Veljið 10 bestu myndirnar og setjið á skilasíðu.
  2. Grafísk myndvinnsla. Veljið mydir til áframhaldandi úrvinnslu og setjið tilraunir ykkar á skilasíðuna. Enginn ákveðinn myndafjöldi er tilgreindur, vistið tilraunir og sýnið okkur hvað gerist þegar þið farið að vinna með myndirnar.

Myndataka
Veljið stillingar á myndavélinni. Veljið Mode (Auto, P, A (AV), T (TV) eða Manual. Veljið fókursstillingu og veljið hvernig myndavélin mælir ljósið. Veljið hvort þið mælið lýsingu á öllum myndfletinum eða aðeins á einum punkti. Veljið hvort þið fókusið þið á eitthvað ákveðið eða hvort þið eruð að reyna að fá allt sem er í myndfletinum í fókus?

Munið að allur myndflöturinn skiptir máli, forgrunnur og bakgrunnur.

Grafísk myndvinnsla
Opnið myndirnar í Photoshop. Lesið innlögnina: GRAFÍSK MYNDVINNSLA og skoðið myndbandið um grafíska myndvinnslu. (er á leiðinni)

Vistun og verkefnaskil:
Geymið frummyndir á öruggum stað, vinnið með afrit.

Vistið myndirnar með 300 resolution, og í þeirri stærð (pixlafjölda) sem þið tókuð myndirnar, til áframhaldandi vinnu.

Takið afrit og vistið í vefstærð og setjið á vefsíðuna ykkar.

Setjið líka þróunina og tilraunir við grafísku vinnsluna á vefsíðuna. Þegar þið eruð að vinna á þennan hátt er ráðlegt að vista reglulega því margar útgáfur af sömu mynd verða til í vinnuferlinu.

Áframhaldandi vinna

Næsta verkefni er plaggat og í því verkefni gefst ykkur færi á að vinna áfram með þessar myndir í Illustrator.

Námsmat:

Við mat á verkefni er horft á val á myndefni, myndatöku, umfang tilraunavinnu og árangur við að tileinka sér tæknivinnu og tæki til grafískar myndvinnslu.