KVIKMYNDUN OG GRUNNHLJÓÐVINNSLA

Áfangalýsing
MMKV4KV12 – Kvikmyndun og grunnhljóðvinnsla (12 FEIN / ECTS)

Í áfanganum vinna nemendur stutt kvikmyndaverkefni þar sem áhersla er á að byggja upp þróaðar og sjálfstæðar aðferðir í hugmyndavinnu, kvikmyndun, klippingu og vinnslu umhverfishljóða. Á þessum grunni vinna nemendur verkefni þar sem hljóð og tónlist vinna saman með lagkvikuðu efni. Lögð er áhersla á að nemendur fylgi vinnuferli kvikmynda, þrói hugmyndir, skrifi handrit og geri verkskipulag, vinni við sviðsetningu, lýsingu, tökur og leikstjórn eftir þörfum, auk þess að ljúka verkinu með klippingu, hljóðsetningu, titlun og annarri eftirvinnslu.

Þekkingarviðmið :

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

aðferðum við gerð ferlis- og framkvæmdaáætlunar í kvikmyndagerð.
sérhæfðum aðferðum, vinnuumhverfi og tækjum kvikmyndagerðar.
uppbyggingu handrita og söguborða stafrænni kvikmyndatöku
sviðsetningu, myndatöku, lýsingu og hljóðupptöku.
eftirvinnslu: aðferðum klippingar, titlunar, lagkvikunar, litleiðréttingar, hljóðvinnslu og hljóðsetningar
gæðaferli og stöðlum í kvikmyndavinnslu til sýningar eða miðlunar í ólíkum miðlum
þeim möguleikum sem bjóðast við sýningu, innsetningu og miðlun.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

skipuleggja og fylgja eftir verkferli á sviði kvikmyndunar og hljóðvinnslu frá hugmynd til lokaafurðar.
tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verkferli, hönnunarforsendur og niðurstöður.
beita mismunandi birtingarleiðum í kvikmiðlun af öryggi og sýna áræðni við val á viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni.
fylgja eigin sannfæringu, sýna frumkvæði og skapandi nálgun við útfærslu verka sinna.
Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

setja verk sín á sviði kvikmiðlunar skilmerkilega fram, skiptast á skoðunum við aðra um þau og útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu máli og myndrænt.
leysa af hendi verkefni á sviði kvikmyndunar og miðlunar þar sem áhersla er á skapandi hugsun, áræðni og frumkvæði.
standa sjálfstætt að sýningu eða miðlun kvikmyndaverka sinna og miðla þar fagurfræðilegum styrk sínum.