Kvikmyndgreining

Verkefnalýsing

Fyrsta verkefni vetrarins er 1-2 blaðsíðna hugleiðing af rituðum texta um atriði úr kvikmynd út frá því sem við ræddum í fyrstu staðbundnu lotu og í fyrsta umræðutíma. Þið veljið atriði – má vera stutt, má vera langt – og greinið ekki bara hvaða merkingu þið finnið, heldur hvernig sú merking kemur fram í gegnum áhorfið. Með öðrum orðum ætlið þið að skoða „mise-en-scène“, eða sviðsetninguna (allt sem skapar rammann, allt sem púslar saman hinni kvikmyndrænu (cinematic) upplifun) og skrifa fyrst og fremst sem áhorfendur að rýna í verkið, þ.e. hvernig atriðið hefur áhrif á ykkur, hvað þið fáið út úr því, og hvernig sú upplifun verður til í samspili ólíkra þátta.

Þannig má skoða atriði á borð við:

Sviðsmynd, umhverfi, leikmunir, búningar, lýsing, leikur, hreyfing, uppstilling í ramma, uppbygging í ramma, litir, hliðstæður (juxtaposition), klipping, tími, sjónarhorn, fjarlægð, nánd, fókus, flæði, hraði/tempó, samspil hljóðs og myndar, tónlistar og myndar, hreyfing myndavélarinnar, og svo framvegis.