Annað

ORÐ og fleira

Þá er ég búin að skila ljósmyndaverkefninu ORÐ þar sem ég valdi mér orðið VATN sem útgangspunkt.

Næst er að klára næsta skref í verkefninu um listaverkin sem ég valdi mér en að þessu sinni ætla ég að beina sjónum mínum að útilistaverkinu „Sólúrið“ sem er í Kjarnaskógi og var sett þar sumarið 1993 í tengslum við Landsmót skáta, en það bar yfirskriftina „Út í veröld bjarta“.

Dagur, 17. júlí 1993

 

Í frétt í Degi frá því 17. júlí 1993 er mynd frá því að byrjað var að setja Sólúrið upp í Kjarna.

 

 

Sólúrið er sett saman úr nokkrum líkneskjum, í miðjunni er stórt líkneski og í kring eru 40 minni líkneski.

Minni líkneskin eru búin til af skátunum sem mættu á landsmótið, mig minnir að hvert félag hafi komið með sitt líkneski sem sett voru í kringum það stóra, og þannig myndast sólúr þegar sólin skín á mið-líkneskið og varpar skugga á þau minni.

Verkið er unnið úr timbri …